Sjúkraþjálfaravaktin

Sjúkraþjálfarar taka vel á móti þér alla virka daga í húsnæði Læknavaktarinnar í Austurveri, Háaleitisbraut 68 frá 17-22.
Sjúkraþjálfaravaktin

Sjúkraþjálfaravaktin

Sjúkraþjálfarar bjóða upp á vakt frá klukkan 17.00 til 22.00 alla virka daga í aðstöðu Læknavaktarinnar. Sjúkraþjálfarar vilja hjálpa til við að minnka álagið á Bráðamótttöku Landspítala og bjóða upp á úrræði fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna verkja eða minniháttar áverka.

Sjúkraþjálfari skoðar, greinir og fræðir einstakling um hvað sé hægt að gera til að flýta bata og mögulega minnka verki. Hvaða æfingar má gera og hvað skal forðast, og hvers megi vænta á næstu vikum.

Öll sem hafa lent í slysi, meiðslum eða þurfa á fræðslu og aðkomu sjúkraþjálfara að halda eru velkomin. Það þarf ekki beiðni frá lækni til að hitta sjúkraþjálfara á vaktinni.

Til að hitta sjúkraþjálfara á vaktinni, er farið í afgreiðslu Læknavaktarinnar. Þar er tekið við greiðslu og þér vísað inn til sjúkraþjálfara. Ef það er bið, færðu númer. Ef þörf er á mati læknis þá er hann kallaður til. Ef læknir Læknavaktar vísar á sjúkraþjálfara þá er gjald til sjúkraþjálfara og læknis aðskilið og greiða þarf fyrir hvoru tveggja.

Verðskrá

Skoðun sjúkraþjálfara: 18.000 kr.

Til að hitta sjúkraþjálfara á vaktinni,er hægt að panta tíma á noona.is eða fara í afgreiðslu Læknavaktarinnar og láta skrá sig inn þar.

Til að hitta sjúkraþjálfara á vaktinni er hægt að panta tíma á noona.is eða fara í afgreiðslu Læknavaktarinnar og láta skrá sig inn þar.

Minnkum verki á vaktinni

Hættum að bíða. Sjúkraþjálfari er á Læknavaktinni.